Schnelleinstieg:

Direkt zum Inhalt springen (Alt 1) Direkt zur Hauptnavigation springen (Alt 2)
Titelbild - Onleihe: Die digitale Bibliothek Illustration: Maria Tran Larsen © Goethe-Institut

Onleihe: Stafræna bókasafnið

Hvað er Onleihe?

Onleihe er gjaldfrjálst, stafrænt bókasafn Goethe stofnunarinnar. Eins og stendur er hægt að hala niður 23000 titlum; þýskum rafbókum, hljóðbókum, námsefni í þýsku, dagblöðum og tímaritum. Einnig er hægt að horfa á kvikmyndir yfir netið.
 

Gjaldfrjálst hvar og hvenær sem er

Eftir að þú hefur skráð þig inn og virkjað þjónustuna getur þú notað Onleihe í tölvunni, eða í snjalltækinu með því að nota Onleihe appið (Android og iOS). Hvar og hvenær sem þú vilt. 

Hverjir geta notað Onleihe?

Allir sem hafa skráð heimilisfang utan Þýskalands geta notað stafræna bókasafnið. Skráningu er auðvelt að framkvæma á netinu. Engin þörf er fyrir bókasafnskort. 

Hvernig skrái ég mig?

Hægt er að nálgast þjónustu Onleihe á mismunandi hátt. Hér að neðan eru leiðbeiningar um skráningu og notkun, skref fyrir skref:
Goethe-Institut

 


Hafa samband í gegnum fyrirspurnaglugga

Ef einhver vandamál koma upp við virkjunina eða við notkun, hafðu samband í gegnum fyrirspurnagluggann. Við aðstoðum með ánægju!
 
Við vonum að þú skemmtir þér vel við að skoða rafræna bókasafnið okkar.


Þýskar kvikmyndir

Nú er hægt að horfa gjaldfrjálst á meira en 100 þýskar kvikmyndir á Onleihe.

Top