Starfsemi Goethe-Institut á Íslandi

Simona Koch: Abbiotismus 149 © Simona Koch

Nú sem stendur sinnir Goethe-Institut í Danmörku verkefnum á Íslandi sem tengjast menningar- og menntastefnu á sviði utanríkismála. Goethe-Institut beitir sér fyrir virkum samskiptum milli Íslands og Þýskalands á menningar- og tungumálasviðinu. Stofnunin vinnur náið með þýskukennurum og tungumálastofnunum á Íslandi til þess að halda við og þróa áfram góða þekkingu á Þýskalandi og fjölbreyttri þekkingu á þýskri tungu og menningu. Fulltrúar mismunandi stofnana og einstaklingar veita Goethe-Institut ráðgjöf og upplýsingar við áætlanagerð og ákvarðanir.

Listamannadvöl á Íslandi

Í samvinnu við íslenskar stofnanir býður Goethe-Institut í Danmörku upp á listamannadvöl á Íslandi. Tilgangurinn er að styrkja listamenn til símenntunar og sköpunar. Listasamfélögin á Austurlandi og í Reykjavík veita hér kjörið tækifæri til ígrundunar, tengslamyndunar og til að þróa nýja sýn fyrir eigin listsköpun, í samskiptum við aðra.
 

Gestavinnustofudvöl

Skaftfell, miðstöð myndlistar á Seyðisfirði (Austurlandi) hefur verið í samstarfi um gestavinnustofudvöl frá árinu 2014.
Gestavinnustofurnar eru fyrst og fremst fyrir myndlistarmenn, en umsóknir frá listamönnum sem vinna á milli miðla eða í faggreinum er tengjast myndlist verða teknar til greina.
Listamannsdvölin hvílir á traustum stoðum áralangrar reynslu og veitir gjöfult umhverfi til innblásturs og sköpunar.
Umsóknarfrestur gestavinnustofu 2018 er til 20.09.2017. Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu Skaftfells, myndlistarmiðstöð Austurlands.
 
Skaftfell Center for Visual Art

Gestavinnustofur rithöfunda

Frá árinu 2012, í samvinnu við Reykjavík, bókmenntaborg UNESCO, hefur Goethe-Institut í Danmörku veitt einn til tvo styrki áriega, til þýskra rithöfunda á sviði fagurbókmennta, barna- og unglingabóka, svo og myndasagna.

Tilgangur bókmenntastyrkjanna er að veita styrkhöfum tækifæri til þess að fullvinna bókmenntaverk úr rannsóknum, hugmyndum og áformum, þar sem Ísland er útgangspunktur eða innblástur. Styrkhafinn fær tækifæri til þess að kynnast bókmenntasviðinu á staðnum, mynda tengsl, ígrunda og skiptast á hugmyndum.
 
Gert er ráð fyrir samstarfi við þarlendar bókmenntastofnanir. Á sama tíma stendur til boða blogg á heimasíðu Goethe-Institut, þar sem deila má persónulegri reynslu og upplifun af bókmenntum á Íslandi.
 
Rithöfundar sem sækja um, þurfa að hafa gefið út a.m.k. eina bók eða geta sýnt fram á gæðamikið verkefni í vinnslu. Gert er ráð fyrir að umsækjendur hafi höfuðaðsetur sitt og starfi að mestu í Þýskalandi.

Residenzprogramme des Goethe-Instituts
Weblog Literaturstadt Reykjavik

 

Writer in Residence

Goethe-stofnunin, í samvinnu við Reykjavík bókmenntaborg UNESCO, býður ár hvert einum rithöfundi til listamannadvalar á Íslandi. Að þessu sinni mun rithöfundurinn, leikstjórinn og leikkonan Adriana Altaras dvelja á Íslandi við skriftir frá 15. apríl til 31. maí, 2017. Hún mun segja frá því sem á dagana drífur á blogginu Literaturstadt Reykjavik, á heimasíðu Goethe-stofnunarinnar.

Adriana Altaras fæddist árið 1960 í Zagreb. Foreldrar hennar voru Gyðingar og meðlimir í andspyrnuhreyfingunni. Eftir flótta frá Júgóslavíu við fjögurra ára aldur dvaldi hún fyrst um sinn hjá ættingjum á Ítalíu en sameinaðist fjölskyldunni á ný í Þýskalandi árið 1967. Eftir stúdentspróf í Marburg lagði Adriana Altaras stund á leiklistarnám við Listaháskólann í Berlín (Hochschule der Kunste) og Háskólann í New York (New York University).

Altaras hefur starfað við fjölda verkefna í leikhúsi og kvikmyndum sem rithöfundur, leikstjóri og leikkona og hefur meðal annars hlotið Þýsku kvikmyndaverðlaunin og Silfurbjörninn. Fyrsta skáldsaga Altaras, Titos Brille (Gleraugu Titos) kom út árið 2011 og fjallar á gamansaman og hispurslausan hátt um sögu fjölskyldunnar. Útgangspunktur sögunnar er ráðstöfun dánarbús foreldra hennar, Jakobs og Theu. Átakanleg og fyndin til skiptis, berst frásögnin úr íbúð hinna látnu foreldra á hin ýmsu sögusvið Evrópu og varpar ljósi á fjölskyldusöguna. Með hlýju og léttleika tekst henni að skapa margslungna sjálfsævisögu sem er ekki laus við sjálfshæðni. Regina Schilling gerði vinsæla kvikmynd eftir sögunni árið 2014.

Fjölskyldan er einnig aðalumfjöllunarefnið í annarri skáldsögu Altaras, Doitscha (2014). Í þeirri bók segir hún á bæði beittan og skilningsríkan hátt frá hversdagslífi á þýsku gyðingaheimili. Frásögnin snýst að mestu um elsta soninn David, en eldmóður æskunnar ber hann til Ísraels. Enn á ný sýnir Altaras ríka kímnigáfu og glöggskyggni við greiningu á samtímanum og djúpan skilning þegar hún fjallar um fjölskylduna, sjálfsmynd og trúarbrögð.

Altaras leggur reglulega til skrif á Freitext, sem er vettvangur rithöfunda í tímaritinu Die Zeit. Þar fjallar hún helst um sambúð mismunandi menningarheima og önnur aðkallandi samfélagsmál. Hún býr í Berlín ásamt manni sínum og tveimur börnum.
Lena Gorelik Lena Gorelik | © Charlotte Troll Lena Gorelik fæddist árið 1981 í Sankti Pétursborg og flutti með fjölskyldu sinni til Þýskalands árið 1992.  Hún er lærð blaðakona og nam einnig Austurevrópufræði. Fyrsta skáldsaga Lenu Mínar hvítu nætur (Meine weißen Nächte) kom út árið 2004.  Í henni er sagt frá Önju sem flytur með foreldrum sínum frá Rússlandi til Þýskalands. Í sögunni hefur Anja náð að koma undir sig fótunum í München og rifjar upp barnæskuna í Rússlandi og aðlögunartímann í Þýskalandi. Þessi fyrsta skáldsaga Gorelik fékk góðar viðtökur og var einkum lofuð fyrir jafnvægi milli skemmtilegs léttleika og dýpri nálgunar. Málefni á borð við sjálfsvitund, innflytjendamál, uppgjör við fortíðina og brotna fjölskyldusögu koma einnig við sögu í síðari skáldverkum hennar; Brúðkaupi í Jerúsalem (Hochzeit in Jerusalem, 2011), Listasafnaranum (Die Listensammlerin, 2014) og Núll til óendanlegs (Null bis unendlich, 2015). Sérstaklega í bókinni Elsku Mischa (Lieber Mischa, 2011) fæst höfundurinn ítarlega við hina gyðinglegu sjálfsvitund í skálduðu bréfi til sonar síns.

Í bókinni En þér kunnið góða þýsku! (Sie können aber gut Deutsch!, 2012) beitir Gorelik sér gegn ríkjandi orðræðu um innflytjendur í Þýskalandi. Hún gagnrýnir hvernig fólk er dæmt eftir uppruna sínum og aðlögunarvilja en er ekki mætt á manneskjulegum grundvelli. Í pistlum sínum fyrir bókmenntaumfjöllun Freitext í vikuritinu Die Zeit hefur Gorelik einnig sýnt sterka samfélagsvitund og fjallar til dæmis um kynþáttahyggju og jafnréttismál.

Gorelik hefur hlotið mörg verðlaun, árið 2005 hlaut hún Listverðlaun Bæjaralands, árið 2007 var hún tilnefnd til þýsku bókaverðlaunanna fyrir Hochzeit in Jerusalem og árið 2014 hlaut hún bókaverðlaun Ravensburger bókaforlagsins. Gorelik býr með fjölskyldu sinni í München. Hún verður gestarithöfundur á Íslandi frá 20.04.-30.05.2016 á vegum Writer-in-Residence samstarfsverkefnis Goethe-Institut og Reykjavíkur bókmenntaborgar UNESCO. Á meðan á dvölinni stendur mun hún vinna að nýrri skáldsögu sem gerist á Íslandi. Gorelik mun blogga um Íslandsdvöl sína á síðunni Literaturstadt Reykjavik.
 
Schriftstellerin Karen Köhler © Julia Klug Karen Köhler ist Autorin und wird vom 15.4. - 31.5.2015 als Stipendiatin des Writer in Residence Programms des Goethe-Instituts in Zusammenarbeit mit der Unesco Literaturhauptstadt Reykjavik auf Island sein.

Sie wollte Kosmonautin werden, hat Fallschirmspringen gelernt und Schauspiel studiert. Nach einigen Jahren in Festengagements als Schauspielerin schreibt sie heute Theaterstücke und Prosa. Sie lebt in Hamburg auf St. Pauli. Ihr Erzählungsband Wir haben Raketen geangelt erschien 2014 im Hanser Verlag. Während ihres Aufenthalts wird sie an einem neuen Prosatext arbeiten.
Daniela Seel Daniela Seel | © Alexander Gumz Daniela Seel ist Lyrikerin und Verlegerin. Sie wird 2014 vom 15. April bis 31. Mai als Stipendiatin des Writer-in- Residence Programms des Goethe-Instituts in Zusammenarbeit mit der  Unesco Literaturhauptstadt Reykjavik in Island sein. Daniela Seel ist 1974 in Frankfurt/Main geboren und  lebt in Berlin.

2003 gründete sie gemeinsam mit dem Buchgestalter Andreas Töpfer den Independent Verlag kookbooks - Labor für Poesie als Lebensform. Neben ihrer Tätigkeit als Verlegerin und Kritikerin ist sie Autorin von Lyrik. Ihre Gedichte erschienen in Zeitschriften, Zeitungen, Anthologien, im Radio und Internet und im Jahrbuch für Lyrik. Für ihren ersten Gedichtband „ Ich kann diese Stelle nicht wiederfinden „ (kookbooks ,2011) erhielt sie den Friedrich Hölderlin Förderpreis, den Ernst Meier Förderpreis und den Kunstpreis Literatur von Lotto Brandenburg.

Sie hat auch in Zeitschriften, Zeitungen, Anthologien und im Radio veröffentlicht, u.a. „Lyrik von Jetzt“ (DuMont 2003), „Jahrbuch der Lyrik“ (S. Fischer 2009), Zwischen den Zeilen, Edit, Neue Rundschau, Frankfurter Allgemeine Zeitung, Lesezeit auf DLF, Chicago Public Radio.

Bloggið: Bókmenntaborgin Reykjavík

Goethe-stofnunin gefur þýskum rithöfundum, sem valdir eru úr hópi umsækjenda, kost á að dvelja sex vikur í Reykjavík við skriftir og grúsk í íslensku „UNESCO bókmenntaborginni“ . Á blogginu hér að neðan segja þeir frá reynslu sinni.